Veeam in Icelandic

This is a blog post (yes it’s in Icelandic) that I wrote for the Icelandic audience and was published on the Advania website. Im reposting it here for further keeping. Sorry internet 🙂

Undanfarin ár höfum við hjá Advania unnið náið með afritunarfyrirtækinu Veeam í þróun og innleiðingu afritunarkerfa sem verja og þjónusta sýndarvélarumhverfi sem við hýsum fyrir viðskiptavini okkar. Samstarf þetta hefur leitt af sér marga góða hluti og komið lausnum okkar og þjónustu á þessu sviði í alla fremstu röð.

Verðlaun fyrir metnað og samvinnu

Núna fyrr í mánuðinum afhenti Veeam Advania verðlaun fyrir framúrskarandi metnað og samvinnu á sviði hýsingaraðila á Norðurlöndunum sem nýta tækni Veeam. Þessi verðlaun kallast “The Veeam Cloud Service Provider (VCSP) Partner Award” og þykir mikill heiður í okkar bransa.

Veaam verðlaun Advania fyrir hýsingarafritun

Undirritaður lengst til hægri með fulltrúum Veeam og félaga mínum Pétri Árnasyni sem glaðbeittur hampar verðlaunagrip frá Veeam.

Í vetur var undirrituðum var boðið að vera  einn af fyrirlesurum á ráðstefnum Veeam sem kallast VeeamON 2015. Verkefni mitt þar var að veita  öðrum hýsingaraðilum innsýn í hönnun og uppbyggingu Advania á afritun og hvernig Advania nýtir hana til að bjóða viðskiptavinum aukið virði með snjöllum lausnum.

Afritun á að skila ávinningi

Við hjá Advania lítum ávallt á afritun sem eina af grunnþjónustum í þjónustuframboði hýsingar. Afritun á ekki einungis að veita góða og öfluga vörn gegn gagnatapi heldur á hún einnig að vera virðisaukandi. Til dæmis þarf að búa þannig um hnútana að vélar og gögn gangi sjálfkrafa inn í þá samninga sem gerðir um gagnavernd og að rekstrarsamfella fyrirtækja sem koma í hýsingu hjá okkur rofni ekki. Vinna þarf náið með viðskiptavinum til að þeir geti nýtt þá fjölbreyttu möguleika sem má ná fram með afritun á gögnum.

Með því að brjótast út úr gamla tímanum og sjálfvirknivæða afritun í hýsingarumhverfum má hagræða mikið fyrir bæði fyrir þjónustuaðila og viðskiptavini. Það skilar sér í aukinni þjónustu og bættu gagnaöryggi.

Gerðu prófanir á afritun – þær eru núllið í 3-2-1-0

Einn af möguleikunum sem snjöll afritun bíður upp á er að prófanir eru gerðar sjálfvirkar. Þegar afritun er skilgreind er mikilvægt að verja gögnin með reglunni 3-2-1. Það gleymist þó oft að afritun er ótrygg nema hún sé prófuð reglulega. Í stað þess að framkvæma handahófskenndar og handvirkar prófanir á afritun er eðlilegra að prófa afritin sjálfkrafa og oft.

3-2-1-0 reglan

3. Eiga þrjú eintök af raungögnum. Raungögnin sjálf, og tvö afrit
2. Gögnin á tveimur mismunandi miðlum með rafrænum aðskilnaði. Þetta getur verið td diskur og þjónustuaðili.
1. Eitt afritið skal örugglega vera staðsett út úr húsi.
0. Prófanir. Hvernig á að endurreisa umhverfi og sjálfkrafa að prófa það reglulega

Vertu með “sandkassa” fyrir uppfærslur

Þegar kemur að því að prófa innleiðingar eða uppfærslur er oft erfitt að fá aðgengi að raunkerfum án þess að valda miklu álagi á kerfisstjóra eða þróunaraðila enda tímafrekt að byggja upp sviðsett umhverfi sem inniheldur alla þá tengipunta og þjónustur kerfa sem á að uppfæra eða þjónusta. Advania nýtir afritunarkerfi til að ræsa upp heil umhverfi af afritunarstæðum í vernduðu umhverfi. Þar á meðal eru til dæmis póstþjónar, nafnaþjónar og bókhaldskerfi. Þannig má prófa uppfærslur og viðbætur án þess að sóa vinnsluafli (sem getur haft áhrif á afkastagetu raunumhverfa) eða taka óþarfa áhættu.

Sem sagt, með því að prófa afritun með áreiðanlegum hætti í vernduðu umhverfi áður en breytingar eru gerðar á raunumhverfi má hámarka rekstraröryggi upplýsingatæknikerfa.

 

Vertu með afrit út úr húsi

Margar mismunandi góðar leiðir eru farnar til að koma afritum út úr húsi. Líklega er sú vinsælast að fara með afritunarspólur í læst bankahólf. Þau eru sjaldnast  góður geymslustaður fyrir segulbönd þar sem rakastig og umhverfisáhrif henta ekki til að verja mikilvæg gögn.
Við bjóðum viðskiptavinum sem nýta Veeam lausnir að færa gögn yfir í gagnaver okkar með einfaldri sjálfsafgreiðslulausn. Gagnaver Advania eru undir stöðugu eftirliti sérfræðinga og uppfylla ISO 27001 gæðastaðalinn Einfalt er að nýta þjónustu okkar til að endurheimta afrit ef stóráföll á borð við bruna eða stórkoslegar vélbúnaðarbilanir ríða yfir.

Nánari upplýsingar eru á vef Advania


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*


Info

Olafur Helgi Haraldsson (Oli)
Virtualization Engineer (vExpert/VCP5/VCAP5-DCA/VMCE) @advania_is
Also a VMUG leader in Iceland.

Sponsors

Latest Tweets